7 hvolpar fæddir 19.4.13

Í nótt og morgun fæddi Piva 7 yndisfagra verðandi loðbolta, hún stóð sig eins og hetja í gotinu og núna passar hún upp á afkvæmi sín eins og hún hafi aldrei gert neitt annað. Alveg yndisleg mamma  

Í gotinu fæddust 3 rakkar og 4 tíkur, öll frekar stór eða frá 163 gr til 199 gr. Allir hvolparnir búnir að fara á spena og þvílíkt öflugir 

Læt hér fylgja með eina mynd af öllum hvolpunum og Pivu, þar sem öll sæti eru fullbókuð á mjólkurbarnum!!!

Fyrir áhugasama er nóg af myndum á fésbókinni þeirra (Havanese Supernova Stars)

Kveðja
Ljósmóðirin
Úrslit frá sýningunni 24 febrúar

Oliver var BOB (best of breed) og fékk sitt fjórða CACIB sem þýðir að hægt verði að sækja um alþjóðlega meistaranafnbót á meistarann okkar

Piva var BOS (best of opposide sex) og fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og annað CACIB-ið sitt.

Amor kom auðvitað og heillaði dómaranna uppúr skónum, lenti í öðru sæti af fjórtán hvolpum í flokknum 6-9 mán. Glæsilegur árangur hjá þessum yndislega snúð sem verður mjög spennandi að fylgjast með í hringnum næstu árin

19 mars á Piva svo pantaðan tíma hjá dýralækninum í sónar, en þá kemur ljós hvort að pörun Olivers og Pivu beri ávöxt Þannig það eru spennandi tímar framundan... um að gera að fylgjast með.

Kveðja
Havanese-tríóið

Alþjóðlegsýning HRFÍ sunnudaginn 24. febrúar

Við ætlum að mæta með nokkra af okkar hundum á sýninguna hjá HRFÍ sunnudaginn 24. febrúar. Endilega þið sem eruð áhugasöm um tegundina kíkið á okkur.


Nýjasti Havanese-inn á Íslandi mætir á svæðið, núna er hann búin að vera á nýja heimilinu sínu í 2 vikur og allt gengið eins og í sögu. Amor eða Zodiaka´s la Stars Lovepackageer alveg yndislegur og gætu nýju eigendurnir ekki verið sáttari við kaupin, en Amor uppfyllir að þeirra mati allt það sem góður Havanese hundur þarf að hafa…fallegur, glaður, skemmtilegur og heilsteyptur


Hér við hliðina má sjá þennan fallega grip okkar og bjóðum við hann innilega velkominn í Havanesehópinn okkar

Kær kveðja og góða helgi
The Havanese-tríó

Mikki&Silla celebrating 5 years

Happy Birthday !! These two Havanese are celebrating their 5 years today in Iceland, 08. December. Both born on the same day in Germany and then ended up here with us in Iceland. Really lovely dogs and proud parents too, having 13 offsprings together !! Havanese that are all making their owners very happy !! 

Alþjóðlega hundasýning HRFÍ 17. nóv ´12

Við stöllur fórum með Sillu, Miss Míu, Pivu og Ronju á alþjóðlegu hundasýninguna hjá HRFÍ sl. laugardag.

Tíkurnar okkar fengu allar excellent sem er fyrsta einkunn og frábært að ná því á allar okkar ræktunartíkur  Ronja var svo valinn BOB og fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig

Við bíðum svo spenntar eftir nýjustu viðbótinni í Havanesefjölskylduna en Amor verður sóttur til Svíþjóðar í byrjun des og fer svo í einangrun til 10 jan.

Kær kveðja
Havanese Tríóið

Rakki á leið til landsins :)

Gaman að segja frá því að þessi fallegi rakki er væntanlegur til Íslands í desember og verður nýr heimilismeðlimur hjá Birnu og fjölskyldu. Að honum standa margfaldir meistarar og hafa foreldrar hans staðist allar heilbrigðisskoðanir með prýði. Það verður virkilega spennandi að hitta þennan dásamlega hnoðra frá Svíþjóð - við hikum ekki við að sækja gott blóð þangað aftur!  

Sá stutti hefur fengið gælunafnið Amor, sem þykir mjög viðeigandi þar sem ættbókarnafnið er Zodiaka'la Star's Lovepackage. Foreldrar Amors eru:
 
 

INTUCH NORDUCH NORDV-06 NORDJV-06 NORDV-07 FINUCH NORDV-07 KBHV-07 Garden Angel Amazita C.I.B., FI, DK , LV, EE CH, LVW-07, EEW-07, BALTW-09 Sanillan Fun Fellow

Næsta got er áætlað snemma á árinu 2013 og verður það undan snillingunum Oliver og Pivu. Við bendum áhugasömum á að hafa samband og kynna sér málin.

 

International dog show 26 of August ´12

Fyrir áhugasama þá verðum við með Oliver, Pivu, Sillu og Ronju auk þriggja annarra havanese hunda á HRFÍ sýningunni sunnudaginn 26 ágúst kl 11. 

Frábært tækifæri til að koma og knúsa þessa litlu bangsa 

Kveðja
Havanese-tríóið

Hundasýning sunnudaginn 3 júní

Nú styttist óðum í sumarsýningu HRFÍ sem haldin verður á Korputorgi.

Silla, Oliver, Mia, Piva og Ronja ætla að mæta á sýninguna en Havanese-inn á tíma á sunnudaginn n.k. kl 10:30. Endilega mætið og kíkið á okkur.

Sumarkveðja
Havanesetríó-ið

Havanese on Facebook

We are on Facebook as well and our page is called:   Havanese Hvolpar   There u´ll find more photos of our dogs.
Havanese tríóið

International Dog show HRFI 25.02.2012

Last saturday was a good day for Oliver (25 month´s old) in the show ring: he was BOB, got his fifth Icelandic cert and therefor an Icelandic champion and also he got his second CACIB

It was also a good day for Piva: she was BOS, got her first Icelandic cert and the judge wanted to give her CACIB but couldn´t because of her young age, she will be one year old 4 of March!

International Dog Show in Iceland 25.02.12 - Ronja 4BPIS

Íslandsdrauma Wishing On A Star Ronja
BOB puppy , HP puppy + 4BPIS 4-6 months
Excellent type Very well moving young girl. Good head Very nice topline. Excellent tail. Still very loose in elbows. Well angulated. Puppy coat
VERY PROMISING
Judge Marja Talvitie Finnland
...
*BOB= Best Of Breed
*HP= Honor Prize
*BPIS= Best Puppy In Show

Litter C - The whole litter got Honor Prize

International Dog Show in Iceland 25.02.12

Pillowtalks Ciau Sugar Baby ´Silla´ Excellent +1 place.

A little shy girl Good head. Very nice neck + Topline. Need a little more angulat. in front Moves well from side. Loose in front. Good texture of coat but not in full coat today.

And her litter of 4 puppies / 4-6 month old puppies

Íslandsdrauma Wishing On A Star ´Ronja´ - BOB puppy+ HP puppy + 4BPIS 4-6 months

Íslandsdrauma RockStar ´Elvis´ - BOS puppy+ HP puppy

Íslandsdrauma Brightest Starbaby ´Sallý - HP puppy

Íslsandsdrauma Lucky Stardust ´Lukka´ - HP puppy

Ronja- Excellent type Very well moving young girl. Good head Very nice topline. Excellent tail. Still very loose in elbows. Well angulated. Puppy coat
VERY PROMISING

Elvis- Very good in type Nice head Good ears
Very good Topline+tail Still loose in elbows
Well angelated +still in puppy coat
VERY PROMISING

Sallý- Very happy girl and very good type. Needs a little more angelatum front+ rear. Good head, flying ears,
good topline+tail. Needs still time to mature. Puppy Coat.
VERY PROMISING

Lukka- Very nice type Good head+ ears Well angulatin behind. Good topline+ tail Should move with better drive Needs time still puppy coat
VERY PROMISING

Íslandsdrauma Oliver (2 years old) ISCh today + BOB + CACIB number 2

Generalprufa smáhundadeildar HRFÍ 18 febrúar

Havanese eigendur fjölmenntu á generalprufu smáhundadeildar HRFÍ í gær og voru alls 7 havanese-ar á sýningunni sem var mjög skemmtilegt

Gekk mjög vel hjá öllum og setjum við inn umsögnina fyrir áhugasama undir Oliver, Pivu og Ronju.

Ronja litla 5 mánaða hvolpakrúttið kom og sigraði alla Havanese-a og fullt af fleiri tegundum varð BIS-3 af 57 hundum sem tóku þátt í deginum

Oliver og Piva unnu par dagsins með þessa umsögn:
Rakki og tík af mjög svipaðri tegundargerð, hafa yfir mörgum kostum tegundarinnar að bera, svipuð af stærð en greinilegt er hvort þeirra er rakkinn og hvort þeirra er tíkin.
Hreyfa sig vel og eru með dæmigerða skapgerð fyrir tegundina

Þökkum smáhundardeildinni fyrir frábært framtak að halda svona flotta generalprufu


Íslandsdrauma Miss Mia

Birna, eigandi Miu var að fá þær skemmtilegu fréttir frá Smáhundadeild HRFI að hún væri stigahæsti hvolpurinn 2011.
Til hamingju Miss Mia :)

Islandsdrauma Romeo/Spotti

Spotti er að leita nýju heimil vegna breyttra aðstæðna heima fyrir. Hann verður 2 ára i janúar 2012, er mjög kátur og góður hundur og nýlega búið að raka hann niður.  Fyrir þá sem vilja hafa hundinn i Havanese útliti þá vex feldurinn aftur :) ,   en hann er ljósari á litinn i dag. Set her inn gamla mynd af honum sem ég á en fæ senda nýlegri mynd af honum síðar frá eiganda hans.  Hann var sýndur einu sinni á sýningu hjá HRFI þegar hann var hvolpur og fékk þá heiðursverðlaun.

Sendið okkur póst varðandi frekari upplysingar , annaðhvort her á gmailinn eða ggy70@hotmail.com

Nóvembersýning HRFÍ

Piva fór á sína fyrstu sýningu hjá HRFÍ þann 19 nóv. Hún stóð sig eins og hetja, fékk excelent, heiðursverðlaun og varð svo 4 besti hvolpur sýningar J

Það gekk líka mjög vel hjá Oliver en hann var valinn best of breed (BOB), fékk sitt fjórða íslenska meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastigið J Búin að setja inn dómana þeirra hérna inn á síðuna fyrir áhugasama.

 

Núna er litli/stóri hvolpurinn okkar hún Piva byrjuð að lóða og Olli að fara í pössun til Mikka pabba svo það komni nú ekki hvolpar of snemma. En miðað við þetta þá ætti að vera hægt að para Oliver og Pivu í desember á næsta ári.

 

Gleðilega aðventu

Kveðja

Birgitta

Ný tík bætist í hópinn

Hvolparnir fjórir hafa dafnað vel og eru mikið sæt og dugleg. Nú eru þau að verða 10 vikna um helgina og fara þvi fljótlega á sín nýju heimili. Nýjir eigendur bíða spennt eftir þeim og vona ég bara að allt gangi vel !!!
Þessi sæta skvísa verður eftir hjá mér og heitir hún Ronja. Ættbókarnafnið hennar er Wishing On A Star ´Ronja´.  Verður gaman að fylgjast með henni stækka og dafna þvi parið fengum við 8 mánaða úr einangrun ´alveg tilbúin´    svo það er ansi spennandi að fá eiga Havanese hvolp.

kveðja Guðbjorg 


Piva

Jæja tíminn flýgur. Piva búin að vera hjá okkur á Hvanneyri í 2 mánuði og allt gegnið eins og í sögu. Oliver mjög ánægður með kærustuna sína enda alveg ótrúlega skemmtileg, fjörug og sæt

Hún mætir á Alþjóðlega sýningu HRFÍ eftir 2 vikur. Vonandi að hún fái eins góða dóma og hinir hundarnir okkar. Verður spennandi að sjá!

Annars er gaman að segja frá því að við erum búnar að fá fyrstu fyrirspurnir um hvolpa erlendis frá. Havanese ræktandi frá Ísrael rakst á síðuna okkar og fannst við eiga svo fallega Havanese hunda og vildi endilega fá frá okkur hvolp


6 vikna krútt

Tíminn flýgur hratt og litlu rassálfarnir orðnir 6 vikna. Var að setja inn nýtt myndband inn á ´Myndir -Myndbönd´ linkinn. 

Kveðja Guðbjörg 

3 vikna hvolpakrútt :-)

Hvolparnir eru nú 3 vikna og nýbyrjaðir að labba & aðeins farið að færast meira fjör i þá.  Varð bara að setja inn myndband af þeim sem ég tók áðan hér inn á heimasíðuna.  Þetta er stutt myndband í  mynda-linknum & Sést þar vel hvað þeir eru mikið krútt rétt að byrja uppgötva hvern annan og labbi labb ..... 

 Okkur fannst ansi krúttlegt að á þessu fyrsta og eina  myndbandi sem búið er að taka af þeim var aðallega einn sem sá um að ´góla´ og það er eini rakkinn í hópnum,  hann Elvis eða   I´m a Rock Star ´Elvis´  eins og hann á að heita !! Strax byrjaður að æfa sig...


Hvolparnir viku gamlir

Hvolparnir eru viku gamlir, duglegir að stækka og allir búnir að tvöfalda þyngd sína og rúmlega það.  Setjum inn mynd af þeim þegar þeir verða ca 3-4 vikna gamlir. Myndir af þeim eru líka á Facebook,  Havanese Hvolpar. 

Kær kveðja Havanese Tríóið 

4 yndislegir hnoðrar fæddir 18 sept ´11

Silla fæddi 3 tíkur og 1 rakka 18. september. Gekk allt saman vel og hvolparnir sprækir.  Mjög skemmtilegir litirnir í hvolpunum og verður gaman fylgjast með þeim dafna og þroskast!

Fleiri myndir og fréttir koma bráðum
Kær kveðja
Havanese tríó-i ð

Piva litla orðin frjáls:-)

Piva er komin heim til okkar og allir eru alveg rosalega ánægðir með hana. Geðslagið alveg súper og svo er hún auðvitað algjör krúttsprengja

Oliver er búinn að vera í smá afbrýðisemiskasti...en sýnist hann samt vera jafna sig fljótt á því og finnst svoldið gaman að leika við hana þrátt fyrir allt saman

Svo er um að gera fylgjast vel með þar sem von er á hvolpum undan Sillu og Mikka á hverri stundu...verður mjög spennandi að fylgjast með því

p.s. er að setja inn nýjasta dóminn hans Olivers

Spennandi tímar:-)

Tíkin hennar Birgittu,  er i einangrun og gengur allt eins og i sögu. Hún kemur úr einangrun 8 september og erum við MJÖG spenntar að sjá hana.
Við setjum inn myndir síðar af þessari fínu tík sem kemur frá Svíþjóðp.s vorum að setja inn spennandi fréttir undir hvolpar

Piva kemur :-)

 
Á morgun 6. ágúst verður farið út að sækja Pivu litlu. Okkur öllum hlakkar mikið til að fá hana til Íslands
Vonandi verður flott og  bæta Havanese flóruna hérna á landi í framtíðinni!

Setjum inn myndir af henni fljótlega

Dómar Olivers og Miss Míu

Vorum að setja inn dóminn hans Olla bjútí og á mánudaginn kemur dómur Miss Míu perfection inn
Leyfum svo einni mynd af Glossy Supernova sem kemur vonandi í ágúst til Íslands að fylgja hérna með!!!

Gleðilegan þjóðahátíðardag

The havanese tríó

Pillowtalks Mister Starman / Mikki - ISCh

Mikki trúður er loks búin að fá það staðfest að hann er ISCh.  Dómarnir hans ´týndust´milli þilja í kommóðunni  EN nú er þetta loks skjalfest. 

Sýning 5 juni 2011

Pillowtalks Ciau Sugar Baby - Silla excellent, 1 eink

Islandsdrauma Oliver excellent , 1 eink. &  sitt þriðja  ísl.meistarastig

Islandsdrauma Mia     excellent, 1 eink &  ísl.meistarastig

 Islandsdrauma Hugo  excellent , 1 eink.

Islandsdrauma Rambo excellent, 1 eink.


AFKVÆMAHÓPURINN : 

 

A mother with her pups, combination 2 litters. The whole group are of excellent size with lovely heads. Lots of breed specific details. They all show their sex. They have sound movements. A mother who has set her fingerprints to her children.

Heiðursverðlaun,  1 sæti !  ÚRSLIT :  2 sæti.

judge Annette  Bystrup

 

RÆKTUNARHÓPUR;

 

Group from two litters, same combination. Strong in type. they all show god sex. Lovely heads. Lots of breed specific details. Great movements.

A breeder who knows what she will

Heiðursverðlaun, 1 sæti !   

   

judge Annette Bystrup
Júnísýning HRFÍ 2011

Dagana 4.-5. júní 2011 verður sýning á vegum HRFÍ í Reiðhöllinni í Víðidal. Sex fulltrúar havanese tegundarinnar mæta á svæðið, þar á meðal Silla, Oliver og Mia. Við verðum kl. 12:12 á sunnudeginum, en dagskránna má sjá hér http://hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Dagskra_juni_2011.pdf

Við hvetjum alla áhugasama um havanese til að koma og kíkja á þau á sýningunni, einnig væri gaman fyrir okkur að heyra frá þeim sem ætla að kíkja og langar til að hitta voffana okkar.  

Kveðjur, Havanese-tríóið

Sámur, blað HRFI Mai 2011

 Sámur, blað HRFI kom út i mai 2011 og þar er viðtal við dómarana sem dæmdu á sýningu HRFi 26-27 febrúar 2011.

Fransisco Salvador Janeiro frá Portugal segir þar í viðtali 

 ´´að hann hafi verið mjög hrifinn af hvolpunum sem sigruðu hjá honum. Hann nefndi sérstaklega labrador hvolpinn sem hann valdi sem besta hvolp laugardagsins i yngri flokki sem og HAVANESE HVOLPINN  sem varð hlutskarpastur eldri hvolpa á sunnudeginum´´.  

Michael Forte dæmdi lika á þessari sýningu og hann segir í viðtalinu að honum hafi fundist gaman að sjá yngstu hvolpana en ekki væri algengt að svo ungir hvolpar væru sýndir annarsstaðar. Gaman sé að sjá þá á þessum aldri og þetta væri mjög góð þjálfun g reynsla fyrir þá.  
Hann dæmdi tegundahóp 9 sem Oliver tók þátt í og hann segir í viðtalinu að tegundahópur 9 sé sá sterkasti hér á landi.

  ´´Virkilega sterkur tegundhópur og svo margir fallegir hundar. Ég var i miklum erfiðleikum með að velja á milli þeirra og það voru 4 - 5  hundar sem ég þurfti kveðja sem hefðu auðveldlega getað orðið meðal fjögurra bestu.´´

Við Havanese tríóið erum ekkert smá stoltar og montnar  að Fransisco skuli nefna hana Miu og svo tegundahópinn sem  hann Oliver var í.  

Gaman þegar vel gengur !! 

Tvöföld deildarsýning april 2011

Havanese voffar mættu á deildarsýninguna á laugardeginum  ;
 Silla , Mikki, Oliver , Coco,  Rambo og Mia  mættu til leiks. 

Við skemmtum okkur bara vel þrátt fyrir að dómarinn,  hafi verið ´skelfilega´ strangur.  Þetta var hin fínasta aðstaða þarna og gaman væri að hafa fleiri svona ´auka´ sýningar í framtíðinni. MJÖG þægileg aðstaða i Gæludýr.is fyrir slíkar sýningar.  

Islandsdrauma Miss Mia varð BIS ( best in show)   hvolpa 6-9 mánaða  (myndin sem fylgir hér,  er af henni )   
Islandrauma Oliver-  BOB  og fór í úrslitin í lok dags i tegundahóp 9. Hann var  auðvitað dásamlega fallegur en komst ekki í sæti. 

Islandsdrauma Mister Rambo -  Very Good
Coco ( Mikka og Skvísu afkvæmi ) - Very Good og hún mætti svo á sunnudeginum líka og þar fékk hún Excellent hjá þeim dómar.  

Pillowtalks Ciau Sugar Baby- Silla   Very good og 1 einkunn.
Pillowtalks Mister Starman- Mikki   Good

Við gátum þvi miður ekki mætt á sunnudeginum  ( nema Coco) en það hefði verið gaman að sjá hvað sá dómari hefði gefið þeim í einkunn..... 
Mandla, Mikki meistari og nýr tengiliður!

Gaman er að segja frá því að Íslandsdrauma Mandla mætti á sýningu sem Papillion deildin hélt i mars 2011. Henni gekk bara vel og fékk Very Good og 1. einkunn. Dómararnir voru víst MJÖG strangir og sendu marga fína voffa útaf svo við erum bara ansi sáttar við hennar dóm. 

Einnig er skemmtilegt að segja frá því að hann Mikki, Pillowtalk's Mister Starman, er orðinn íslenskur meistari með nafnbótina ISCH!


Kristrún Birgisdóttir er nýr tengiliður fyrir Havanese hjá HRFÍ. Hún á 2 Havanese rakka og þekkir því tegundina vel. Hægt er að hafa samband við hana í síma 848-2255 eða senda henni póst á krb1@hi.is

Eftirsóknarverð stjarna á leiðinni til Íslands :-)

Allt gott að frétta af okkur, hundunum okkar og væntanlegum hundum:-)

Zodiaka'la Star's Glossy Supernova "Piva" er að þroskast á réttan hátt og lítur heldur betur vel út. Camilla ræktandin hennar fær varla frið fyrir fólki sem er að reyna eignast hana og núna í vikunni eru þrír stórir ræktendur frá USA, Pólandi og Tékklandi búnir að biðja um hana, en sem betur fer er þetta heiðurlegur og flottur ræktandi sem stendur við sitt Tennurnar hennar Pivu eru að koma og eftir svona viku kemur í ljós hvort að bitið verði ekki alveg 100% og þá verður komið alveg á hreint hvort þessi flotta stelpa flytjist ekki til landsins og geri góða hluti fyrir Havanese-ræktun á Íslandi.
Geðslagið hennar er víst alveg frábært líka og er hún alltaf svo glöð og kát.

Þannig það er óhætt að segja að við bíðum allar mjög spenntar eftir þessari rjómabollu

Annars erum við Havanese-tríóið á leiðinni á smáhundasýningu laugardaginn 16. apríl. Þar verðum við með Mikku, Sillu, Oliver og Miss Miu og Rambo sem er úr sama goti og Mia. Ef vel gengur þá ætlum við að taka þátt í afkvæmahópnum líka Þannig það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan!!!

Over and out
Havanese-tríóið

Hvolpasíðan uppfærð

Vorum að setja inn nýjar upplýsingar undir "Hvolpar", áhugasömum til gagns og gamans. Þar er m.a. að finna upplýsingar um þroska og þarfir hvolpa fyrstu vikurnar í lífi þeirra, og nokkur orð um þá furðulegu hegðun sem getur einkennt góða og ábyrga ræktendur, en við ætlum auðvitað að gera okkar besta til að vera slíkir. Við eigum margt ólært og erum bara rétt að byrja.

Annars er allt gott að frétta, við stefnum á að mæta á tvöfalda deildasýningu HRFÍ 16. og 17. apríl nk. Við ætlum að sýna á laugardeginum og ef fleiri havanese eigendur ætla að sýna væri gaman ef þeir kæmust líka þann dag. Litlu hvolparnir okkar útí Svíþjóð eru að dafna vel og við erum vongóðar um að þeir komist í gegnum smásjá ræktandans og þyki nægilega efnilegir - annað getur varla verið.   

Sjónvarpsumfjöllun um Havanese

Endilega kíkið á linkinn hérna fyrir neðan. Mjög flott video sem Animal Planet gerði um tegundina okkar

http://animal.discovery.com/videos/dogs-101-havanese.html


Á myndinni til hægri er svo hún Piva litla, yndislega falleg tricolor havanese stelpa sem vonandi mun flytjast til Íslands með haustinu :)

Fréttir 19.03.2011

Nú erum við á fullu við að koma þessari síðu í loftið og gera hana eins aðgengilega, skemmtilega og fræðandi og mögulegt er. Við þiggjum allar ábendingar með þökkum á netfangið ishavanese@gmail.com eða gegnum "hafa samband" hnappinn hér til vinstri. Gestir eru líka endilega beðnir um að kvitta í gestabókina.

Við hyggjum á innflutning í haust, höfum fundið tvö dásamleg got hjá Zodiaka' la Star ræktun í Svíþjóð. Við ætlum að taka inn einn rakka og eina tík að þessu sinni, en foreldrar beggja eru  glæsilegir úrvals hundar sem allir hafa hlotið meistaranafnbót. Við erum að sjálfsögðu yfir okkur spenntar og bíðum þess með óþreyju að næstu 5-6 vikur líði, en þá kemur betur í ljós hvort hvolparnir þykja það efnilegir að verða seldir sem ræktunarefni til Íslands. Hún Camilla hjá Zodiaka' la Star ætlar auðvitað ekki að selja okkur neitt annað en efnileg eintök, enda er hún metnaðarfullur ræktandi og veit þar að auki hve fáir havanese hundar eru hér á landi og hve mikilvægt það er fyrir okkur að flytja inn góða hunda. Við erum yfir okkur ánægðar með að hafa fundið Camillu og ræktunina hennar og hlökkum mikið til að hitta hana í haust.

Annað er ekki að frétta að sinni. Við komum svo væntanlega líka til með að skrifa hér fréttir hver undir sínu nafni, um það sem við erum að bralla með hundunum okkar. Allskonar í bland.

Kveðjur, Havanese-tríóið!

Byrjunin :-)

Árið 2008 voru þessir fallegu hundar fluttir til landsins, Havanese parið Mikki og Silla. Þau koma frá Pillowtalks ræktun í Þýskalandi, en ræktandi þeirra er frumkvöðull í ræktun tegundarinnar í Evrópu. Mikki og Silla hafa staðið sig með prýði á sýningum HRFÍ og sýnt það og sannað að þau eru úrvals ræktunarhundar að öllu leyti; skapgóð, heilbrigð, falleg og skemmtileg.

Tvö got eru fædd undan Mikka og Sillu. Í því fyrra fæddust fjórir hvolpar, þrír rakkar og ein tík. Í seinna gotinu fæddust 5 hvolpar, tvær tíkur og þrír rakkar. Langflest afkvæmin hafa verið sýnd, og hafa þau öll hlotið 1. verðlaun, excellent og flestir hafa hlotið heiðursverðlaun. Er það glæsilegur árangur þessarar ungu tegundar hér á landi.

Tilgangurinn með síðunni er að kynna þessa frábæru tegund fyrir áhugasömum, og verður innan skamms hér að finna upplýsingar um skapgerð, heilsufar, liti, útlit og allt það sem einkennir tegundina. Að síðunni standa þrír eigendur havanese hunda, Guðbjörg eigandi Mikka og Sillu, Birgitta eigandi Olivers sem kemur úr fyrsta goti þeirra og Birna eigandi Miss Miu sem kemur úr seinna gotinu. Allar hafa þær brennandi áhuga á tegundinni og frekari ræktun hennar hér á landi.

Einnig er hér að finna upplýsingar um Mikka, Sillu, Oliver og Miss Miu. Oliver og Miss Mia hafa staðið sig vel á sýningum og er því stefnt með þau í ræktun. Til stendur að auki að flytja inn rakka og tík haustið 2011. Upplýsingar um væntanleg got og hvolpa til sölu verður einnig að finna hér þegar slíkt liggur fyrir.

Vonandi hafa allir gestir gagn og gaman að síðunni. Takk fyrir komuna!


ishavanese@gmail.com

Write a new comment: (Click here)

SimpleSite.com
Characters left: 160
DONE Sending...

Sigrún | Reply 03.10.2012 00.25

Ekkert smá sætir voffar! En ég finn ykkur ekki inn á Facebook!

Havanese trió 10.10.2012 15.40

Sæl Sigrún,

Silla og Mikki eru með sér facebook síðu sem er; Havanese Islandsdrauma
Oliver og Piva eru með einnig með síðu; Havanese SupernovaStars

kær kveðja

Katiee | Reply 13.12.2011 18.46

cool i <3

Katie 13.12.2011 18.47

me 2

See all comments

| Reply

Latest comments

08.11 | 02:45

Hæ.
Var að kynna mér þessa hunda og tel ég að þessi tegund sé mjög henntug fyrir okkur. Eru einhverjir hvolpar væntanlegir. Virkilega fallegir hundar

...
27.04 | 17:34

Hæhæ, Eru einhverjir hvolpar á leiðinni?
Ég er búin að vera að kynna mér þessa tegund og lýst
svo vel á hana :) hundarnir á þessari síðu líta líka mjög vel út!

...
07.10 | 18:48

Sæl Ingibjörg :) stefnt er að því að para Snata og Miu í október. Vertu endilega í sambandi gegnum tölvupóst ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum kv. Birna

...
30.09 | 17:23

hæ hæ
eru einhverjir hvolpar að koma í heiminn á næstunni?

...
You liked this page